Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: mbl 
Formaður knattspyrnudeildar Snæfells sá ekkert óeðlilegt
Miklar áhyggjur af veðmálasvindlum í íslenska boltanum
Það verður alltaf auðveldara og auðveldara að veðja á leiki. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Það verður alltaf auðveldara og auðveldara að veðja á leiki. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Getty Images
Snæfell vann 5-3 sigur á KM í 4. deild í gær. Það var nokkuð talað um leikinn á Twitter.
Snæfell vann 5-3 sigur á KM í 4. deild í gær. Það var nokkuð talað um leikinn á Twitter.
Mynd: Snæfell
Klara Bjartmarz, framkæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður alltaf auðveldara og auðveldara að veðja á leiki í íslenska boltanum. Í dag er hægt að veðja á leiki í nánast öllum deildum og jafnvel í öðrum flokki karla.

Í samtali við mbl.is segir Þorvaldur Árnason, FIFA dómari og dómari í Pepsi Max-deildinni, að það séu allir meðvitaðir um vandamálið.

„Það eru all­ir meðvitaðir um vanda­málið sem fylg­ir þessu en það er samt erfitt að gera sér grein fyr­ir stærð þess. Vissu­lega hef­ur maður heyrt af svona hlut­um og ég get svo sem al­veg viður­kennt að maður hef­ur dæmt leiki þar sem óeðli­leg­ir hlut­ir hafa átt sér stað en það er erfitt að festa hend­ur á því hvort um raun­veru­legt veðmálasvindl er að ræða," sagði Þorvaldur við mbl.is

Heimildir mbl herma að aðstoðardómarar í 2. flokki karla hafi veðjað á leiki þar sem þeir sjálfir hafi verið á línunni. Félögin sjá oft sjálf um að græja aðstoðardómara fyrir leiki hjá yngri flokkum.

Sá ekkert óeðlilegt í þessum leik
Það var nokkuð talað um það á Twitter í gær að það hefði verið lykt af veðmálasvindli í leik KM og Snæfells í 4. deild karla.


Snæfell er eitt sterkasta lið 4. deildar á meðan KM er aðeins með þrjú stig eftir sigur á Afríku, sem er án stiga og með markatöluna 0:35. Snæfell komst í 5-0 í leiknum í gær, en fékk á sig þrjú mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og endaði leikurinn 5-3.

„Ég sá þenn­an leik að sjálf­sögðu og per­sónu­l­ega sá ég ekk­ert óeðli­legt í hon­um. Við skor­um fimm mörk í fyrri hálfleik og för­um svo í ákveðnar skipt­ing­ar í hálfleik og seinni hálfleik, vænt­an­lega til þess að hvíla menn, enda leik­ur­inn nán­ast unn­inn," sagði Páll Margeir Sveinsson, formaður knatspyrnudeildar Snæfells, við mbl í dag, en mál KM og Snæfells er ekki komið inn á borð KSÍ.

Samkvæmt heimildum mbl þá gerði leikmaður Snæfells athugasemd við leik liðsins gegn KB í Mjólkurbikarnum fyrr á tímabilinu. Sá leikur fór 2-1 fyrir KB. Honum fannst eitthvað gruggugt í gangi hjá sínu liði, en KSÍ og dómari leiksins, Þorvaldur Árnason, komust að þeirri niðurstöðu að framkvæmd leiksins hefði verið eðlileg.

Þess má geta að varnarmaður Snæfells, Alfredas Skroblas, var dæmdur í heimalandi sínu, Litháen, fyrir veðmálasvindl. Hann fór í 12 mánaða bann fyrir það.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við mbl að KSÍ hefði miklar áhyggjur af stöðunni. „Því miður erum við ekki með mann­skap­inn eða tæk­in til þess að fylgja þessu al­menni­lega eft­ir eins og staðan er í dag," sagði Klara jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner