Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 15:01
Oddur Stefánsson
HM kvenna: Holland hafði betur gegn Kamerún
Mynd: Getty Images
Holland 3 - 1 Kamerún
1-0 Vivianne Miedema ('41 )
1-1 Gabrielle Onguene ('43 )
2-1 Dominique Bloodworth ('48 )
3-1 Vivianne Miedema ('85 )

Holland og Kamerún mættust á HM í Frakklandi í dag þegar hollensku stelpurnar kláruðu Kamerún.

Vivianne Miedema leikmaður Arsenal skoraði fyrsta mark leiksins á 41. mínútu.

Gabrielle Onguene var samt ekki lengi að jafna og skoraði hún á 43.mínútu þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik.

Dominique Bloodworth kom síðan Hollandi yfir á 48. mínútu þegar Kamerún svaf á verðinum.

Vivianne Miedema kláraði þetta síðan algjörlega með flottu marki á 85. mínútu til að koma Hollandi á toppinn í E-riðli.

Annar leikur í E-riðli er seinna í kvöld þegar Kanada og Nýja Sjáland eigast við klukkan 19:00 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner