Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna í dag - Holland og Kanada áfram?
Holland mætir Kamerún í dag.
Holland mætir Kamerún í dag.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á Heimsmeistaramóti kvenna í Frakklandi í dag og eru þeir báðir í E-riðli.

Klukkan 13:00 mæta Evrópumeistarar Hollands liði Kamerún. Holland er sigurstranglegra liðið enda eru Hollendingar ríkjandi Evrópumeistarar.

Holland byrjaði riðilinn á 1-0 sigri, eins og Kanada sem mætir Nýja-Sjálandi í kvöld.

Ef Holland og Kanada vinna í dag þá tryggja þær þjóðir sig áfram í 16-liða úrslitin.

Þess ber að geta að þær fjórar þjóðir með bestan árangur í þriðja sæti í riðlakeppninni fara einnig áfram í 16-liða úrslitin, rétt eins og öll þau lið sem enda í efstu tveimur sætum riðla.

laugardagur 15. júní

E-riðill
13:00 Holland - Kamerún (RÚV)
19:00 Kanada - Nýja-Sjáland (RÚV 2)
Athugasemdir
banner
banner