Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhannes Karl vildi ekki koma í viðtal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, neitaði að mæta í viðtal þegar Fótbolti.net sóttist eftir því eftir leik ÍA og KR í Pepsi Max-deildinni núna áðan.

KR vann leikinn 3-1 og skellti sér á toppinn í deildinni. Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Jóhannes sagðist fyrst ætla að mæta í viðtal eftir stutta stund. Eftir tíu mínútna bið var athugað hvort hann væri laus en þá sagðist hann ekki vilja koma í viðtal.

ÍA fór frábærlega af stað í Pepsi Max-deildinni, en liðið hefur núna tapað tveimur leikjum í röð. Skagamenn eru þrátt fyrir það aðeins einu stigi frá toppnum.

Önnur viðtöl af Akranesi kom inn eftir skamma stund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner