Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markahæst í sögu Hollands aðeins 22 ára gömul
Vivianne Miedema.
Vivianne Miedema.
Mynd: Getty Images
Vivianne Miedema skoraði tvennu þegar Holland vann 3-1 sigur á Kamerún á Heimsmeistaramóti kvenna í Frakklandi í dag.

Með sigrinum tryggði Holland, sem er ríkjandi Evrópumeistari, sér farseðilinn í 16-liða úrslit.

Með þessum mörkum í dag er Miedema orðin sú markahæsta í sögu hollenska landsliðsins. Hún er búin að skora 60 landsliðsmörk í 77 landsleikjum.

Þetta er magnað í ljósi þess að hún er aðeins 22 ára gömul og á því nóg eftir af ferli sínum.

Alvöru markaskorari þarna á ferð, en hún leikur með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.



Athugasemdir
banner
banner