Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 15. júní 2019 18:58
Sævar Ólafsson
Stebbi Gísla: Hefðum getað spilað töluvert lengur án þess að skora
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stefán Gíslason þjálfari Leiknismanna var skiljanlega ekki léttur á brún eftir tap gegn þéttum og skipulögðum Þórsurum í dag á Leiknisvelli. Leiknisliðið var inn í leiknum langtímum saman en niðurstaðan annar þriggja marka tapleikur í jafnmörgum leikjum.

“Við erum náttúrulega alls ekki sáttir – að tapa hérna heima þrjú núll. Það sem í raun og veru ég hef mestar áhyggjur af er að við spila tvo leiki og ekki skorað og tilfinnining var að við hefðum getað spilað töluvert mikið lengur án þess að skora. Við erum ekki að ógna markinu og erum ekki að skapa okkur nægjanlega mikið“.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  3 Þór

“Í hálfleik fannst mér, var tilfinningin þannig að við vorum vel inn í þessum leik og var alls ekkert ósáttur að mörgu leyti í hálfleik – við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum, aðallega í kringum þeirra teig og á síðasta þriðjungnum sem við vildum reyna að vera skarpari".

Þannig að þetta var skrítinn leikur. Tvö jöfn lið en munurinn í dag er framherjinn hjá Þór sem skorar tvö og leggur upp eitt. Það gerði út um leikinn".

Þórsarar gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna leikkafla í síðari hálfleik þegar þeir skoruðu tvö mörk. Fyrra markið var sérlega klaufalegt og það síðara virtist vera hreinn afrakstur þess að Leiknisliðið datt úr sambandi í kjölfar annars marksins.

“Jújú það er kannski hægt að kalla þetta að einhverju leyti einbeitingarleysi, á móti þá verður maður bara að hrósa senternum hjá Þór (innsk: Alvaro Montejo) þessi mörk sem hann skorar og hreyfingin í fyrsta markinu, styrkurinn og hraðinn í seinna, hann er bara greinilega með gæði sem stundum er erfitt að stoppa“.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner