Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. júní 2021 14:25
Ívan Guðjón Baldursson
Schalke að missa hálfan hópinn - Serdar farinn
Mynd: EPA
Þýska félagið Schalke hríðféll úr efstu deild á nýliðnu tímabili. Liðið átti afleitt tímabil og endaði með 16 stig, 15 stigum minna en næsta lið fyrir ofan.

Það voru þónokkrir öflugir leikmenn á mála hjá Schalke en margir þeirra eru annað hvort farnir eða á förum. Hertha Berlin var að staðfesta komu miðjumannsins Suat Serdar.

Hertha borgar 7 milljónir evra fyrir Serdar sem á 4 leiki að baki fyrir A-landslið Þýskalands og 39 fyrir yngri liðin. Hann er 24 ára gamall og þykir öflugur.

Auk hans hafa ellefu aðrir leikmenn, meðal annars Shkodran Mustafi, Benjamin Stambouli og Nabil Bentaleb, yfirgefið Schalke undanfarna daga og eru nokkrir lykilmenn á leið burt frá félaginu.

Samningar Klaas-Jan Huntelaar og Sead Kolasinac eru að renna út og þá eru menn á borð við Amine Harit, Ozan Kabak, Sebastian Rudy og Mark Uth taldir vera á leið burt. Omar Mascarell og Salif Sané gætu einnig yfirgefið félagið.

Schalke er eitt af stærstu félögum í sögu þýska boltans og á gríðarlega marga áhorfendir. Það hefur gengið herfilega að stjórna félaginu undanfarin ár og verður áhugavert að fylgjast með gangi þess í B-deildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner