mið 15. júní 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Þorvaldur dæmir leik Vals og Breiðabliks
Þorvaldur Árnason.
Þorvaldur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin fer aftur af stað í kvöld þegar 9. umferð hefst með tveimur leikjum. Fjórir leikir verða svo á dagskrá annað kvöld.

Topplið Breiðabliks heimsækir Val annað kvöld í leik sem hefst klukkan 20:15. Blikar hafa unnið alla leiki sína en Valsmenn voru á slæmu skriði áður en landsleikjaglugginn hófst.

Þorvaldur Árnason dæmir á Hlíðarenda og þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon verða aðstoðardómarar. Gunnar Freyr Róbertsson er varadómari.

Hér má sjá hverjir dæma leiki umferðarinnar:

Besta-deild karla
18:00 ÍBV-Víkingur R. (Einar Ingi Jóhannsson)
19:15 KR-ÍA (Helgi Mikael Jónasson)

fimmtudagur 16. júní
18:00 KA-Fram (Jóhann Ingi Jónsson)
19:15 FH-Leiknir R. (Erlendur Eiríksson)
19:15 Keflavík-Stjarnan (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)
20:15 Valur-Breiðablik (Þorvaldur Árnason)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner