Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. júlí 2018 23:14
Ingólfur Páll Ingólfsson
Adil Rami leggur landsliðsskóna á hilluna
Adil Rami fagnar sigrinum.
Adil Rami fagnar sigrinum.
Mynd: Getty Images
Adil Rami hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna en hann greindi frá þessu eftir úrslitaleik Frakklands og Króatíu á HM.

Adil Rami sem er 33 ára gamall hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Rami var ónotaður varamaður í öllum leikjum Frakklands á HM. Það stoppaði hann þó ekki frá því að taka fullan þátt í fagnaðarlátunum í kjölfar sigurins.

Ég hef aldrei séð franskan hóp með svona gott andrúmsloft. Landið okkar verðskuldar þetta. Alllir fá að skemmta sér í dag. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta,” sagði Rami.

Rami spilar fyrir Marseille í frönsku úrvalsdeildinni en hann náði að spila alls 35 landsleiki fyrir Frakkland. Það er því líklegt að Rami hafi meiri tíma fyrir kærustu sína, Pamelu Anderson sem flutti til Frakklands er parið ákvað að taka sambandið á næsta þrep. Pamela var reglulega mynduð í stúkunni í sumar þar sem hún studdi sína menn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner