sun 15. júlí 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Buffon fékk enga draumabyrjun með PSG
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur Ítalans Gianluigi Buffon með Paris Saint-Germain fór ekki alveg eftir plani.

Buffon, sem er goðsögn í bransanum, kom til PSG á dögunum frá Juventus. Buffon hafði verið hjá Juventus frá 2001 og er einn besti markvörður allra tíma. Hann ætlar að klára ferilinn í París.

PSG spilaði æfingaleik við Chambly úr 3. deild Frakklands og tapaði óvænt 4-2.

Buffon spilaði fyrri hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk. Fyrr markið kom úr vítaspyrnu sem var dæmd á Buffon.

Margir lykilmenn voru fjarri góðu gamni hjá PSG í leiknum, en samt hefði Parísarliðið átt að vinna þennan leik.

Ekki draumabyrjun fyrir hinn fertuga Buffon sem verður í baráttunni við Kevin Trapp og Alphonse Areola um byrjunarliðssæti í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner