sun 15. júlí 2018 18:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Deschamps í skýjunum með sigurinn
Deschamps með titilinn fyrr í dag.
Deschamps með titilinn fyrr í dag.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands var í skýjunum með sigurinn eftir leik.

Deschamps leiddi Frakkland til sigurs á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og gat ekki leynt gleði sinni eftir leik.

Hversu frábært! Þetta er ungt lið, við erum á toppnum í heiminum. Sumir eru meistarar einungis 19 ára gamlir. Við spiluðum ekki frábærlega en við sýndum andlegan styrk. Og við skoruðum fjögur mörk hvort sem er. Þeir verðuskuldu að sigra," sagði Deschamps.

Hópurinn lagði hart að sér og við áttum erfið augnablik á leiðinni. Það særði okkur mikið að tapa Evrópumótinu fyrir tveimur árum en við lærðum af því líka.”

Þessi sigur er ekki um mig. Þetta snýst um leikmennina sem unnu leikinn. Í 55 daga höfum lagt hart að okkur. Þetta er æðsti heiðurinn. Við erum stoltir af því að vera franskir. ”

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner