sun 15. júlí 2018 21:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ferdinand: Mourinho þarf að opna dyrnar fyrir Pogba
Ferdinand vill sjá Pogba spila betur fyrir United.
Ferdinand vill sjá Pogba spila betur fyrir United.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba snýr aftur til Manchester United sem heimsmeistari og er fyrsti enski úrvalsdeildarleikmaðurinn til þess að skora í úrslitaleik heimsmeistaramótsins síðan að Emmanuel Petit sem spilaði fyrir Arsenal skoraði í úrslitaleik HM 1998.

Pogba gekk til liðs við United í ágúst 2016 fyrir 89 milljónir punda en var ekki alltaf inn í myndinni hjá Mourinho á síðasta tímabili. Hann var meðal annars ekki í byrjunarliðinu í báðum leikjum United gegn Sevilla í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar í vetur.

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United vill sjá Mourinho leysa þann Pogba sem við sáum í úrslitaleiknum úr læðingi fyrir United.

Pogba var rosalegur, sérstaklega í síðari hálfleik. Pressan var á og hann varð að koma til bjargar. Það er risa verðmiði á nafninu hans,” sagði Ferdinand.

Hann hefur átt erfitt tímabil, sérstaklega vegna fjölmiðla og annara í leiknum sem gagnrýna hann þegar hann klæðist treyju Manchester United. ”

Það er undir Jose komið að leysa þennan Pogba úr læðingi vegna að leikmaðurinn tók ábyrgðina og steig upp á miðsvæðinu. ”

Af einhverjum ástæðum hefur þetta púsluspil ekki verið set nógu vel saman í treyju Manchester United. Hann er ekki að fá boltann nægilega fljótt.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner