sun 15. júlí 2018 23:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Geggjuð staðreynd um Pavard - Aldrei tapað landsleik
Pogba og Pavard fagna marki.
Pogba og Pavard fagna marki.
Mynd: Getty Images
Benjamin Pavard var ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins en hann spilaði nær óaðfinnanlega fyrir franska landsliðið á mótinu í Rússlandi.

Ótrúlegt en satt hefur Pavard aldrei nokkurn tímann tapað leik þegar hann klæðist frönsku landsliðstreyjunni. Pavard hefur auk aðalliðsins spilað fyrir U-21 og U-19 ára landslið Frakklands og tapað heldur ekki leik þar. Hann hefur því alls spilað 31 landsleik án taps, lygileg tölfræði!

Það verður að teljast líklegt að stórliðin bíði í hrönnum eftir því að semja við leikmanninn sem spilar fyrir VfB Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner