Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. júlí 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grétar Sigfinnur spáir í úrslitaleikinn á HM
Frakkland verður Heimsmeistari og Mbappe, besti maður mótsins, skorar. Þetta telur Grétar Sigfinnur.
Frakkland verður Heimsmeistari og Mbappe, besti maður mótsins, skorar. Þetta telur Grétar Sigfinnur.
Mynd: Getty Images
Það er komið að stóru stundinni. Í dag mætast Frakkland og Króatía í úrslitaleiknum á HM í Rússlandi.

Frakkland er að fara í sinn þriðja úrslitaleik en Króatía í sinn fyrsta úrslitaleik. Frakkland varð Heimsmeistari 1998 en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu 2006.

Leikurinn í dag hefst 15:00, en Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrrum varnarmaður Þróttar, Stjörnunnar, KR, Víkings, Vals og Sindra, spáir í spilin fyrir þennan leik.

Frakkland 2 - 0 Króatía (klukkan 15:00)
Ég held að þetta verði geggjaður fótboltaleikur, ég hef verið hrifinn af Króatíu í langan tíma - þeir eru svona aðeins stærri útgáfa af Íslandi. Frakkar eru auðvitað "winnerar" og það er eitthvað sem ég virði. Mér fannst eins og leikir beggja þessara liða í undanúrslitum hefðu hæglega getað endað á annan hátt.

Þess vegna þurfa þau bæði að leggja meira í þennan leik. Það vill enginn lenda í öðru sæti, sérstaklega ekki Frakkar. Ef þeir vinna ekki verður allt ómögulegt. Króatar eru hins vegar strax orðnir sigurvegarar, en þeir hafa bara þannig leikmenn að þeir ætla sér að vinna. Leikurinn fer 2-0 fyrir Frakklandi.

Besti maður mótsins Mbappe skorar fyrsta markið og gerir lítið úr Lovren. Ég vil svo sjá varnarmanns mark en tel það ólíklegt þannig að ég tippa á Pogba.
Athugasemdir
banner
banner
banner