Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. júlí 2018 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane brjálaður - Kallar dómarann „hálfvita"
Clattenburg segir dóminn rangan
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Fyrri hálfleikurinn í úrslitaleik HM var frábær skemmtun. Staðan er 2-1 fyrir Frakkland gegn Króatíu.

Sjá einnig:
Fyrsta sjálfsmarkið og umdeildur VAR-dómur

Það sem talað er mest um eftir fyrri hálfleikinn er vítaspyrnudómurinn sem féll með Frakklandi. Boltinn fór í hendi Ivan Perisic og eftir að hafa ráðfært sig við VAR dæmdi Argentínumaðurinn Nestor Pitana vítaspyrnu. Hann horfði á myndband og dæmdi eftir það.

Mikið er deilt um málið á samfélagsmiðlum og eru mjög skiptar skoðanir á atvikinu.

Það er Pitana sem er með flautuna og hann ræður.

Í settinu hjá ITV í kringum leikinn eru Gary Neville, Roy Keane, Lee Dixon og Ian Wright. Neville, Keane og Dixon voru ósammála dómaranum og Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, var það líka.

„Þetta var hrikaleg ákvörðun og ég er brjálaður," sagði Keane og kallaði Pitana hálfvita.

Nevilla og Dixon tóku undir með Keane en Ian Wright var á því að þetta hefði verið vítaspyrna.

Clattenburg segir ekkert víti
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að ekki hafi verið um vítaspyrnu að ræða.

„Hendur hans eru í náttúrulegri stöðu. Engin hreyfing í átt að botlanum. Ekki víti," sagði Clattenburg.

Var þetta víti?

Smelltu hér til að sjá myndband af vítaspyrnudómnum.



Athugasemdir
banner
banner
banner