Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. júlí 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Modric: Við berum höfuðið hátt
Leikmaður mótsins er stoltur af árangri landsliðsins.
Leikmaður mótsins er stoltur af árangri landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Fyrirliði Króatíu, Luka Modric var svekktur eftir tapið gegn Frakklandi en segir liðið geta borið höfuðið hátt.

Fyrirliðanum fannst lið sitt hafa yfirhöndina í stórum hluta leiksins.

Við sjáum ekki eftir neinu því að við vorum betra liðið mest allan leikinn. Því miður fóru nokkur klaufaleg mörk til þeirra. Þeir munu fagna en við getum borið höfuðið hátt. Þegar tilfinningarnar lægja munum við geta greint þetta betur,” sagði Modric.

Ivan Rakitic tók undir orð samlanda síns en óskaði jafnframt Frökkum til hamingju með titilinn.

Við vorum betra liðið í fyrri hálfleik, við vorum að sækja en vorum óheppnir í kvöld. Þeir skoruðu fjögur mörk úr þremur skotum á markið. En ég óska Frakklandi til hamingju, þeir eiga þetta skilið,” sagði Rakitic.
Athugasemdir
banner
banner
banner