Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. júlí 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pele og Mbappe einu táningarnir sem skorað hafa í úrslitaleik HM
Mbappe við það að skrá sig í sögubækurnar.
Mbappe við það að skrá sig í sögubækurnar.
Mynd: Getty Images
Frakkland er heimsmeistari í fótbolta eftir sigur á Króatíu 4-2 en þetta er fyrsti heimsmeistaratitill Frakklands síðan árið 1998.

Kylian Mbappe, 19 ára leikmaður PSG hefur verið frábær á mótinu og skoraði eitt marka Frakklands í leiknum í dag. Hann varð þar með aðeins annar táningurinn til þess að skora mark í úrslitaleik HM.

Hinn leikmaður sem afrekaði þetta var goðsögnin Pele en hann skoraði einmitt tvö marka Brasilíu í úrslitaleik gegn Svíþjóð er liðið sigraði heimsmeistaramótið árið 1958.

Mbappe hefur skotist hratt fram á sjónarsviðið en eins og við fjölluðum um í gær var var hann ekki fæddur þegar Frakkland varð heimsmeistari síðast.



Athugasemdir
banner
banner
banner