Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. júlí 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pogba fyrsti leikmaður Man Utd til að skora í úrslitaleik HM
Pogba og félagar með bikarinn.
Pogba og félagar með bikarinn.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Manchester United varð í dag fyrsti leikmaður félagsins til þess að skora í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta.

Nokkur met féllu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í dag þar sem Mbappe varð næst yngsti leikmaðurinn til að skora í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.

Þá varð Mario Mandzukic fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum í fyrsta skiptið í sögunni. Pogba lét sitt ekki eftir liggja en hann var öflugur á miðsvæði Frakklands í dag og skoraði meðal annars eitt marka liðsins.

Markið er sögulegt fyrir þær sakir að hann er nú eini leikmaður Manchester United til þess að hafa afrekað það að skora í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, ágætis afrek á ferilskrána.



Athugasemdir
banner
banner
banner