Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 15. júlí 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ronaldo mættur til Tórínó
Ronaldo í síðasta leik sínum fyrir Real Madrid.
Ronaldo í síðasta leik sínum fyrir Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er mættur til Tórínó til þess að ganga frá smáatriðum í samningi sínum en hann er að koma til liðs við Juventus frá Real Madrid fyrir 105 milljónir punda.

Félagsskipti þessa fimmfalda sigurvegara Ballon d'Or voru tilkynnt þann 10. júlí síðastliðinn. Hann mun gangast undir læknisskoðun í fyrramálið og svo verður blaðamannafundur haldin seinnipartinn.

Ronaldo óskaði eftir sölu frá Real Madrid eftir níu tímabil á Santiago Bernabeu. Hann yfirgefur félagið sem markahæsti leikmaður í sögu Real með 451 mörk í 438 leikjum.

Á tíma sínum hjá Real sigraði hann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina tvisvar og Copa del Rey bikarinn einu sinni.



Athugasemdir
banner