Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 15. júlí 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjár framlengingar í röð en Dalic ekki áhyggjufullur
,,Leikmenn munu segja okkur ef þeir eru ekki tilbúnir"
Zlatko Dalic.
Zlatko Dalic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatar hafa þurft að fara langan veg til þess að komast í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Í 16-liða úrslitunum unnu þeir Danmörku í vítaspyrnukeppni, það sama var upp á teningunum í 8-liða úrslitunum gegn Rússlandi og í undanúrslitunum unnu þeir England eftir framlengingu.

Króatíu hefur farið í gegnum þrjár framlengingar í röð, samtals 360 mínútur af fótbolta síðan 1. júlí.

Þrátt fyrir það hefur landsliðsþjálfarinn Zlatko Dalic ekki áhyggjur. Í dag spilar krótaíska landsliðið sinn stærsta leik í sögunni og hann segir að leikmennirnir geri sér grein fyrir því.

„Þetta er úrslitaleikurinn á HM, allir leikmennirnir vita hvað hann þýðir. Eitt sem færir mér hamingju er að allir leikmennirnir segja mér þegar þeir eru ekki 100%," sagði Dalic við blaðamenn.

„Við eigum í það góðu sambandi að þeir munu segja mér ef þeir eru ekki tilbúnir."

„Þeir vita hvað er í húfi, hversu frábært það er að spila í úrslitaleiknum. En ef einhver leikmaður getur ekki gefið allt í verkefnið, þá mun hann segja okkur."

Dalic sagði jafnframt að smávægileg meiðsli væru að hrjá nokkra leikmenn - ekkert til að hafa áhyggjur af samt.

Leikurinn í dag hefst klukkan 15:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner