Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 17:45
Brynjar Ingi Erluson
35 ára markvörður æfir með Liverpool
Andrew Lonergan í leik með Leeds United
Andrew Lonergan í leik með Leeds United
Mynd: Getty Images
Enski markvörðurinn Andrew Lonergan mun æfa með Liverpool í æfingabúðum félagsins í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í Lancashire Post.

Lonergan er 35 ára gamall og er samningslaus eftir að hafa verið á mála hjá B-deildarliði Middlesbrough.

Hann lék yfir 200 leiki fyrir Preston North End frá 2001 til 2011 en hefur söðlað mikið um síðan. Hann hefur spilað fyrir Leeds, Fulham, Bolton og Wolves svo einhverju félög eru nefnd.

Lonergan mun æfa með Evrópumeisturum Liverpool í æfingaferð þeirra í Bandaríkjunum en liðinu vantar fjóra markverði. Alisson Becker er í fríi eftir að hafa spilað í Copa America með brasilíska landsliðinu. Kamil Grabara er í fríi eftir að hafa spilað á EM U21 árs landsliða, Caomhin Keller er frá í sex vikur og þá er Vitezslav Jaros einnig meiddur.

Lonergan mun því æfa með liðinu næstu daga í Bandaríkjunum og þá gæti hann einnig farið með félaginu til Frakklands í lok mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner