Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. júlí 2019 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku skotinn til bana
Marc Batchelor er látinn
Marc Batchelor er látinn
Mynd: Getty Images
Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana í Jóhannesborg í gær.

Batchelor, sem lék með landsliði Suður-Afríku, auk þess sem hann lék fyrir Orlando, Pirates, Mamelodi Sundowns og Kaizer Chiefs í heimalandinu, lést á slysstað.

Skotárásin er sögð hafa verið skipulögð en hann var ásamt garðyrkjumanninum sínum í bíl er tveir menn á mótorhjóli keyrðu framhjá bifreiðinni og skutu hann til bana.

Batchelor hefur síðustu ár verið mikið í fjölmiðlum en hann var viðstaddur réttarhöld suður-afríska hlauparans Oscar Pistorius sem varð kærustu sinni að bana að heimili þeirra í Suður-Afríku.

Pistorius hótaði að brjóta lappirnar á Batchelor fyrir nokkrum árum er hann ásakaði hann um að hafa sofið hjá Samönthu Taylor, sem var kærasta Pistorius á þeim tíma.

Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar í Jóhannesborg, vildi ekki útiloka að morðið hafi verið skipulagt.
Athugasemdir
banner
banner
banner