Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Guðrún Arnar spáir í 10. umferð Pepsi Max-kvenna
Guðrún Arnardóttir spáir í 10. umferðina.
Guðrún Arnardóttir spáir í 10. umferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Þór/KA og Valur mætast í kvöld.
Þór/KA og Valur mætast í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir leikmaður Djurgårdens í Svíþjóð og íslenska landsliðsins spáir í leiki 10. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna sem hefst í kvöld með þremur leikjum. 10. umferðin lýkur síðan annað kvöld.

Umferðin hefst með leik Þórs/KA og Vals fyrir norðan sem hefst klukkan 18:00 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þór/KA 1 – 3 Valur (18:00 í kvöld)
Verður hörkuleikur rétt eins og bikarleikurinn um daginn. En Valur er með gríðarlega sterkan hóp og lætur ekki plata sig tvisvar. Valur er búin að fara vel yfir allt það sem betur mátti fara í bikarleiknum og tekur þennan leik frekar sannfærandi . Valur skorar þrjú mörk en Þór/KA nær að klóra í bakkan og leikurinn endar 1-3 fyrir Val.

Keflavík 2 – 1 Fylkir (19:15 í kvöld)
Nýliðaslagur númer tvö og þessi lið eru bæði hungruð í öll mögulega stig til að halda sér uppi. Keflavík er búin að vera á ágætis siglingu og búnar að skora mikið af mörkum í síðustu leikjum sínum. Fylkisstelpur eru hins vegar búnar að fá á sig mikið af mörkum og bara búnar að taka 1 stig úr síðustu 5 leikjum. Svo ég spái því að spilin snúist við frá því í fyrstu umferðinni og nú taki Keflavík þetta 2-1.

Selfoss 1 - 1 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Hörku leikur hjá tveimur ungum og vel skipulögðum liðum. Stjarnan er komin með tvo nýja leikmenn sem gætu hjálpað þeim að vinna sig upp úr lægðinni sem þær hafa verið í. Ég spái því hinsvegar að leikurinn fari 1-1 og hvorugt lið fer mjög sátt heim á koddan í kvöld.

Breiðablik 1 – 0 ÍBV (18:00 á morgun)
Þetta verður ekki skemmtilegasti leikurinn í umferðinni en gæði blika eru hins vegar aðeins of stór biti fyrir eyjakonur. Andrea Rán tekur sig til og skorar sitt fyrsta mark í sumar í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og leikurinn endar 1-0 fyrir Blikum.

KR 0 – 0 HK/Víkingur (19:15 á morgun)
Bæði lið eru að berjast fyrir lífi sínu í Pepsi Max deildinni og þurfa fyrst og fremst að fókusera á góðan varnarleik. Ég held að þessi leikur verði stál í stál og það verða 3-4 sláar- og stangarskot en leikurinn endar þó 0-0.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Jóhann Ingi Hafþórsson (4 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Erna Guðrún Magnúsdóttir (2 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner