Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 09:02
Magnús Már Einarsson
Jákup frá keppni - FH vill bæta við erlendum framherja
Jákup Thomsen.
Jákup Thomsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jákup Thomsen, framherji FH, verður væntanlega fá keppni næstu 4-6 vikurnar vegna meiðsla á hné en Ólafur Kristjánsson þjálfari FH staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið.

Jákup fór meiddur af velli á 34. mínútu í 2-1 sigri á ÍBV á laugardaginn eftir að brotið var á honum og dæmd var vítaspyrna.

„Það tognuðu liðbönd í hné hans og ég reikna með að hann verði frá keppni í fjór­ar til sex vik­ur. Hann hitt­ir lækni á morg­un (í dag) og þá kem­ur þetta bet­ur í ljós,“ sagði Ólaf­ur við Morg­un­blaðið í gær.

FH hefur verið á höttunum á eftir Kristjáni Flóka Finnbogasyni, framherja Start, en hann er líklega á leið í KR. FH er enn í leit að framherja.

„Við ætl­um að reyna að taka er­lend­an fram­herja og erum að fara yfir stöðuna hvað þau mál varðar,“ sagði Ólaf­ur.
Athugasemdir
banner
banner
banner