Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. júlí 2019 11:10
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn Sigþórs: Ég er að komast í betra form
Mynd: Eyþór Árnason
Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö fyrstu mörk sín í sænsku úrvalsdeildinni í sigri AIK á Elfsborg um helgina. Kolbeinn skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik.

„Það er frábært fyrir mig að skora fyrstu mörkin í Allsvenskunni. Ég er að komast í betra form og get gefið liðinu meira," sagði Kolbeinn í viðtali í hálfleik í leiknum á um helgina.

Viðtalið var áhugavert en þar tjáði Kolbeinn sig einnig um umdeilt atvik í fyrri hálfleik og greindi frá því að leikmenn fái gult spjald um leið og þeir segja eitthvað við dómarana í Svíþjóð.

Kolbeinn fór af velli á 75. mínútu og urðu lokatölur 3-0. AIK er í 2. sæti með 31 stig en mörkin má sjá hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner