Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Mignolet ekki á förum frá Liverpool
Simon Mignolet.
Simon Mignolet.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að markvörðurinn Simon Mignolet sé ekki á förum frá félaginu. Alisson var frábær í marki Liverpool á síðasta tímabili og Mignolet hefur mátt sætta sig við að vera varmarkvörður undanfarið árið.

Belginn spilaði einungis tvo leiki á síðasta tímabili og þó hann vilji spila meira er ekki útlit fyrir að hann rói á önnur mið.

„Ég hef rætt oft við hann undanfarið árið og mánuði en ekki síðustu vikur. Áður en við fórum í sumarfrí ræddum við saman og ég segi já (hann verður áfram)," sagði Klopp spurður út í stöðuna hjá Mignolet.

„Hjá félagi eins og Liverpool þarftu tvo markverði sem geta verið númer eitt og við höfum það í Ali og Simon. Þetta er góð staða fyrir félagið og þess vegna er allt í góðu lagi að mínu mati."

Ungu markverðirnir Caoimhin Kelleher og Vitezslav Jaros eru báðir á meiðslalistanum í augnablikinu og Alisson er í sumarfríi eftir að hafa tekið þátt í Copa America.

Klopp hefur því fengið Andy Lonergan til að æfa með Liverpool næstu vikurnar en þessi 35 ára gamli markvörður er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Middlesbrough í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner