Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Ólafur Ingi verður með Fylki í kvöld
Andrés Már klár einnig
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði Fylkis er orðinn leikfær eftir að hafa verið að glíma við tognun og misst af síðasta leik liðsins í Pepsi Max-deildinni.

Hann verður því með Fylki í kvöld þegar liðið fer í Víkina og mætir þar Víkingi R. klukkan 19:15.

Ólafur Ingi fór meiddur af velli eftir tæplega hálftíma leik í 3-2 sigri Fylkis á KA fyrir rúmlega tveimur vikum síðan. Hann var síðan ónotaður varamaður í 2-0 tapi liðsins gegn ÍA í síðustu umferð.

Hann segir að það hafi aldrei komið til greina að koma við sögu í þeim leik.

„Það hefði verið of mikil áhætta að taka sénsinn á því. Ég var með fyrstu gráðu tognun aftan í læri. Ef maður hefði látið vaða á það þá hefði maður getað rifið þetta ennþá meira upp," sagði Ólafur Ingi í samtali við Fótbolta.net.

Andrés Már Jóhannesson tognaði einnig í kálfa gegn KA fyrir tveimur vikum en hann hefur líka náð sér og verður í hóp hjá Fylki í kvöld.

Fylkir er í 7. sæti deildarinnar með 15 stig en Víkingur R. situr í fallsæti með 11 stig fyrir leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner