Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Segir Holding framtíðarfyrirliða Arsenal
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, leikmaður West Ham og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að Rob Holding fái fyrirliðabandið hjá Arsenal á allra næstu árum.

Rob Holding er enn að glíma við hnémeiðsli frá því í desember, þegar hann skaddaði krossband í leik gegn Manchester United. Hann mun missa af fyrstu leikjum tímabilsins.

Holding er í byrjunarliðsáformum Emery og spilaði hann 16 leiki síðasta haust áður en hann meiddist. Arsenal tapaði ekki einum einasta leik sem Holding tók þátt í.

„Hann var að spila svo vel áður en hann meiddist og Emery mun byrja að nota hann um leið og hann er kominn til baka," segir Wilshere.

„Hann hefur mikla leiðtogahæfileika og ég held að það sé ekki langt í það að hann fái fyrirliðabandið hjá liðinu."

Rob Holding er fæddur árið 1995.
Athugasemdir
banner
banner