Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 15. júlí 2019 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Neymar tilkynnir PSG að hann vilji fara
Neymar er búinn að ræða við félagið
Neymar er búinn að ræða við félagið
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því í kvöld að Neymar hafi nú þegar tilkynnt franska félaginu Paris Saint-Germain að hann vilji fara í sumar.

Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur verið mikið í umræðunni í sumar en hann er óánægður í París og vill komast burt frá PSG.

Hann mætti seint til æfinga hjá félaginu eftir að hafa verið í Brasilíu síðustu daga en hann var þó mættur á æfingu í morgun.

Hann hefur skorað 51 mark í 58 leikjum fyrir félagið en að hans sögn er þetta komið gott.

Hann var keyptur fyrir metfé árið 2017 en samkvæmt Sky Sports hefur Neymar tilkynnt félaginu að hann vilji fara og er Barcelona því líklegasti áfangastaður.

Antoine Griezmann gekk til liðs við Barcelona á dögunum fyrir 120 milljónir evra en þrátt fyrir það er Barcelona tilbúið að næla í Neymar. Það myndi þýða það að félagið þarf nauðsynlega að losa sig við leikmenn og er Philippe Coutinho líklegastur til að yfirgefa Börsunga.



Athugasemdir
banner
banner
banner