Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 10:15
Arnar Daði Arnarsson
Þrír miðverðir KA meiddir - Kemur í ljós hvort KA bætir manni við sig
Torfi fór af velli í leiknum í gær.
Torfi fór af velli í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Callum er að glíma við tognun.
Callum er að glíma við tognun.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA sem tapaði 2-1 gegn nýliðum HK í Kórnum í gær sitja í 10. sæti deildarinnar með 12 stig en liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni.

Leikmenn liðsins hafa verið óheppnir með meiðsli í sumar og þá sérstaklega miðverðir liðsins þeir, Hallgrímur Jónasson, Callum Williams, Haukur Heiðar Hauksson og nú síðast Torfi Tímoteus Gunnarsson.

Hvorki Callum né Haukur Heiðar voru með KA í leiknum í gær og þá þurfti Torfi að fara útaf meiddur eftir rúmlega klukkutíma leik.

„Þetta er erfitt. Ég hef ekki tekið stöðuna á Torfa en það var eitthvað ökkla vesen eins og hefur verið á honum. Callum Williams er með tognun og Haukur er með eitthvað í hnénu," sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í viðtali eftir leikinn í gær.

„Þetta er hluti af stöðunni sem við erum í og við verðum að treysta á okkar ungu og efnilegu stráka eins og Brynjar Inga sem kom inná í dag (gær) og spilaði mjög vel. Við verðum að notast við það."

Egill Sigfússon fréttaritari Fótbolta.net benti á það á Twitter í gær að Torfi væri fjórði miðvörðurinn sem færi meiddur af velli hjá KA í síðustu tveimur leikjum liðsins.

„4. Miðvörðurinn að fara meiddur af velli hjá KA í 2 leikjum, þá neyðist Óli Stefán til að yfirgefa 3 manna línuna. Þetta er orðið ansi þreytt að eyða öllum skiptingum í miðverði," skrifaði Egill á Twitter. Í 3-1 tapi liðsins gegn Val þurftu Haukur Heiðar, Callum og Hallgrímur Jónasson allir að fara af velli vegna meiðsla.

Óli er ekki sannfærður um að KA ætli að styrkja sig í glugganum.

„Við verðum að taka stöðuna og sjá hvað er best að gera í stöðunni. Hvort það sé best að taka inn nýjan leikmann eða ekki. Það verður að koma í ljós," sagði Óli Stefán í viðtalinu eftir leikinn í gær.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.
Óli Stefán: Í „krísu" er sjálfstraustið ekki hátt
Athugasemdir
banner
banner