Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mán 15. júlí 2019 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Túfa: Ég vildi sjá þrjú stig
Túfa var ánægður með framlag sinna manna
Túfa var ánægður með framlag sinna manna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með að fá bara eitt stig í kvöld eftir 1-1 jafnteflið gegn ÍA en hann var ánægður með framlag Grindvíkinga.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍA

Grindvíkingar gerðu sjöunda jafnteflið í deildinni í kvöld en liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Það átti þó erfitt uppdráttar í þeim síðari.

„Ég vildi sjá þrjú stig. Bæði lið fengu færi til að skora mark og vinna leikinn en góð frammistaða hjá okkur í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum líklegri en þeir komast samt yfir og það var ekki alveg gangur leiksins og svo hefði ég viljað sjá eitthvað af þessum færum enda inni og fá þrjú stig," sagði Túfa við Fótbolta.net.

Vindurinn spilaði stóra rullu í kvöld en Grindavík var með vindinn í bakið í fyrri og skapaði liðið sér nokkur góð færi á meðan sá síðari var erfiðari fyrir heimamenn.

„Sammála því. Vindurinn spilaði svolítið inn í líka og það spilaðist eins og leikurinn var að þróast. Þetta var leikur tveggja góðra liða og Jói er að gera frábæra hluti og þetta var hörkuleikur en á endanum var þetta kannski sanngjarn. Kannski er ég bara ósáttur að fá ekki þrjú stig."

„Við stillum upp í dag með tvo framherja og ÍA líka því ef þeir hefðu þeir unnið væru þeir í 2. sæti. Það voru bæði lið að gefa ekkert eftir og skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur og þetta er eina leiðin til að þróa þessa deild áfram."

„Það er pínu erfitt fyrir mig. Þetta er í sjöunda sinn sem ég stend fyrir framan liðið mitt og hrósa fyrir frammistöðu á vellinum og fá bara eitt stig. Svona er lífið og maður verður að taka því sem kemur og stig er betra en ekkert en spilamennska okkar er stígandi og stemningin í hópnum er frábær og við erum klárir fyrir næsta leik,"
sagði hann í lokin.

Grindavík er í 9. sæti með 13 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner