mið 15. júlí 2020 09:20
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Mourinho og Klopp geta hringt í mig
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Jurgen Klopp og Jose Mourinho geti hringt í sig ef þeir vilja ræða það af hverju City fer ekki í bann í Meistaradeildinni.

Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni í vetur en eftir áfrýjun þá aflétti íþróttadómstóll Evrópu þeim dómi í vikunni. Sekt Manchester City var einnig lækkuð úr 30 milljónum evra niður í 10 milljónir evra.

Mourinho gagnrýndi úrskurðinn í gær og kallaði hann fáránlegan á meðan Klopp sagði að þetta hefði ekki verið góður dagur fyrir fótboltann.

„Ef þeir vilja tala þá er ég hér. Dómurinn hjá þremur óháðum dómurum var skýr. Þeir eru með símanúmerið mitt og ef þeir vilja þá geta þeir hringt í mig og ég get útskýrt þetta fyrir þeim. Það er ekkert vandamál," sagði Guardiola.

„Ég held að við þurfum ekki að ræða þetta mikið því að dómurinn er skýr. Allar vangaveltur um að við höfum verið að ljúga eða svindla, þetta var ekki þannig. Við vorum saklausir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner