Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 15. júlí 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ákveðið högg" fyrir FH ef áfangastaðurinn væri Breiðablik
Þórir á landsliðsæfingu.
Þórir á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason er á leið til Lecce í ítölsku B-deildinni.

Búið er að ná samkomulagi um fjögurra ára samning með möguleika á fimmta árinu.

Samningur Þóris við FH átti að renna út í lok árs en hann er tvítugur miðjumaður sem kom til FH frá Haukum árið 2018.

Það voru sögusagnir um það að Þórir væri mögulega á leið í Breiðablik á frjálsri sölu eftir tímabil en svo verður ekki. Það var rætt um þessi félagaskipti í Innkastinu sem birtist í gær.

„Það er gaman að það sé nýr ungur maður að ganga yfir nýju ítölsk-íslensku loftbrú sem núna virðist vera hér opin öllum. Þetta er algjört bingólottó fyrir FH-inga sem fá væntanlega smá pening fyrir hann - væntanlega ekki mikið þar sem hann er að verða samningslaus," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Þeir fá A) pening fyrir hann og B) það væri kjánalegt fyrir þá að missa hann í Breiðablik."

„Það hefði verið ákveðið högg," sagði Ingólfur Sigurðsson um það ef Þórir hefði farið í Breiðablik.

„Þetta er frábært fyrir FH og að sjálfsögðu fyrir Þóri," sagði Tómas.

FH vill vera að berjast við Breiðablik í deildinni, en liðið er núna í fallbaráttu. FH vann samt góðan sigur gegn Sligo Rovers í dag og er liðið komið áfram í Sambandsdeildinni.

Þórir verður 21 árs í september. Hann á að baki einn A-landsleik og sextán leiki fyrir yngri landsliðin.
Innkastið - Skelfilegir Skagamenn og FH daðrar við fallsæti
Athugasemdir
banner
banner
banner