Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. júlí 2021 20:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: KR styrkti stöðu sína á toppnum
KR er á toppnum í Lengjudeildinni.
KR er á toppnum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 3 - 2 Augnablik
1-0 Guðmunda Brynja Óladóttir
1-1 Margrét Brynja Kristinsdóttir
1-2 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
2-2 Guðmunda Brynja Óladóttir
3-2 Margrét Edda Lian Bjarnadóttir

KR styrkti stöðu sína á toppi Lengjudeildar kvenna með 3-2 sigri á Augnablik í kvöld.

Þarna voru efsta og neðsta lið deildarinnar að mætast en Augnablik náði að stríða KR - heldur betur.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom KR yfir, en Margrét Brynja Kristinsdóttir jafnaði fyrir gestina. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Augnablik svo 1-2 yfir.

KR náði hins vegar að snúa taflinu við og landa sigrinum; Guðmunda Brynja jafnaði og Margrét Edda Lian Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið fyrir Vesturbæjarstórveldið.

FH og Afturelding, liðin í öðru og þriðja sæti, misstigu sig bæði í tíundu umferðinni. KR er því núna með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Augnablik er áfram á botni deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner