Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. júlí 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Diaz sá sem vakti mesta athygli í Copa America
Mynd: EPA
Luis Diaz, kantmaður Porto og kólumbíska landsliðsins, var valinn sem 'óvænta stjarna' mótsins af skipuleggjendum Copa America.

Það var ekki búist við sérlega miklu af Diaz en hann gerði frábæra hluti með Kólumbíu þar sem hann skoraði fjögur mörk í fimm leikjum á mótinu.

Það nægði þó ekki til að koma Kólumbíu í úrslitaleikinn, liðið datt úr keppni í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu. Diaz skoraði eina mark Kólumbíu í jafnteflinu gegn Argentínu og svo skoraði hann tvennu í 3-2 sigri á Perú í úrslitaleiknum um bronsverðlaunin.

Hinn 24 ára gamli Diaz var markahæsti leikmaður mótsins ásamt Lionel Messi sem leiddi Argentínu til langþráðs titils.

Messi og Neymar voru báðir valdir sem besti leikmaður mótsins fyrir úrslitaleikinn en Diaz er eini kólumbíski leikmaðurinn sem var valinn í lið mótsins.

Diaz hefur skorað 25 mörk í 97 leikjum á tveimur árum hjá Porto.
Athugasemdir
banner
banner
banner