Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. júlí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nagelsmann: Sögusagnirnar um Lewandowski hafa verið í gangi í mörg ár
Mynd: EPA
Harry Kane er sagður efstur á lista hjá Manchester City þegar kemur að því að fá inn nýjan framherja í sumar.

Samkvæmt heimildum Athletic þá neitaði Tottenham 100 milljóna punda tilboði City í Kane. Í kjölfarið er City sagt hafa litið til Bayern Munchen og sjái Robert Lewandowski sem möguleika í framherjastöðuna.

Lewandowski skoraði 48 mörk í 40 leikjum á síðustu leiktíð og á sá pólski tvö ár eftir af samningi sínum við Bayern.

Julian Nagelsmann, nýr stjóri Bayern, tjáði sig um Lewandowski í gær.

„Sögusagnirnar um Lewandowski hafa verið í gangi í mörg ár, ég held alveg síðan hann fór til Bayern," sagði Nagelsmann við Sky í Þýskalandi.

„Mér finnst það eðlilegt að þegar einhver skorar svona mörg mörk að eiginlega öll félög skoði hvort það sé möguleiki á að fá leikmanninn. Robert veit hvað hann hefur í Munchen, hvað hann hefur í þessu liði. Ég hef talað við hann og sent honum skilaboð. Ég er ekki mjög hrifinn af því að það fyrsta sem ég geri varðandi leikmann sé að ræða samningsstöðu hans," sagði Nagelsmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner