fim 15. júlí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Mjög mikilvægt fyrir íslenska knattspyrnu
FH
FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik
Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú íslensk félög leika seinni leiki sína í Sambandsdeildinni í dag. Breiðablik mætir Racing Union á Kópavogsvelli, FH mætir Sligo Rovers í Sligo á Írlandi og Stjarnan mætir Bohemians á þjóðarleikvangi Íra.

Staðan í einvígunum eftir fyrri leikina:
Breiðablik 3 - 2 Racing Union (19:00)
Sligo Rovers 0 - 1 FH (17:00)
Stjarnan 1 - 1 Boheimans (18:45)

Fréttaritari heyrði í Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, og spurði hann út í leiki kvöldsins. KR er lið sem er vant því að vera í Evrópukeppnum en er ekki eitt Evrópuliðanna í ár.

Hversu mikilvægt er að íslensku liðin fari áfram í kvöld?

„Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska knattspyrnu almennt. Ég held að við allir, þó að við séum ekki í Evrópukeppni og þó við séum andstæðingar í Pepsi Max-deildinni þá eigum við að vona að helst öll íslensku liðin komist áfram. Það er hagur allra og við (KR) stefnum á að vera í Evrópukeppni og það hagnast okkur fram í tímann," sagði Rúnar.

„KR er búið að vera stanslaust í Evrópukeppni síðan 2008 eða eitthvað slíkt. Þetta er í fyrsta skiptið í langan tíma sem við erum ekki með. Við stefnum alltaf á að vera í Evrópu og það er hagur okkar og allra íslenskra félaga að fá fleiri lið inn í þessar keppnir. Það fækkar á næsta ári og við þurfum að safna stigum. Auðvitað koma líka peningar til félaganna sem eiga að vera til þess fallnir að auka á gæðin í íslenskri knattspyrnu almennt. Það væri því mjög jákvætt ef sem flest lið fara áfram."

Eiga íslensku félögin og Íslendingar almennt að halda með t.d. Breiðabliki í kvöld burtséð frá því hvort þau styðji liðið í deildarkeppni eða ekki?

„Það er engin spurning. Þetta er hagur íslenskrar knattspyrnu og hún á að vera í fyrirrúmi. Það á engu máli að skipta þó að ég sé KR-ingur, ég á að vera ánægður ef Breiðablik, Valur, FH eða Stjarnan komast áfram. Liðin safna stigum með því að sigra og komast áfram og sameiginleg stig telja í framhaldinu. Fleiri stig kæmu íslenskri knattspyrnu til góða á næsta ári og á næstu árum. Við viljum fá aftur þetta sæti sem við missum út á næsta ári," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner