Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 15. júlí 2021 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sambandsdeildin: Lennon sá um Sligo Rovers - FH áfram
Lennon sá um Sligo Rovers.
Lennon sá um Sligo Rovers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er komið áfram og mætir Rosenborg.
FH er komið áfram og mætir Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sligo Rovers 1 - 2 FH Hafnarfjordur
0-1 Steven Lennon ('44 )
0-2 Steven Lennon ('49 , víti)
1-2 Johny Kenny ('85 , víti)

Það voru frábær tíðindi að berast frá Írlandi því FH er komið áfram í Sambandsdeildinni nýju.

FH var með 1-0 forystu fyrir seinni leik sinn gegn Sligo Rovers eftir sigur á Kaplakrikavelli.

FH-ingar, sem eru í fallbaráttu í Pepsi Max-deildinni, tóku forystuna í dag undir lok fyrri hálfleiks er Steven Lennon skoraði. Snemma í seinni hálfleiknum var Lennon aftur á ferðinni en í þetta skiptið af vítapunktinum.

Írarnir minnkuðu muninn af vítapunktinum þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en það var langt frá því að vera nóg. Lokatölur 1-2 fyrir FH sem vinnur einvígið samanlagt 3-1.

FH fær erfitt verkefni í næstu umferð því Fimleikafélagið mun mæta norska liðinu Rosenborg. Hólmar Örn Eyjólfsson er á mála hjá Rosenborg sem er eitt sterkasta lið Noregs.



Breiðablik og Stjarnan eru í eldlínunni í keppninni í kvöld. Stjarnan mætir Bohemian frá Írlandi ytra og Breiðablik á heimaleik við Racing frá Lúxemborg. Í einvíginu Stjörnunnar er staðan 1-1 en Breiðablik er með 3-2 forystu í sínu einvígi.

Lið FH í dag:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon (Oliver Heiðarsson '94)
9. Matthías Vilhjálmsson
10. Björn Daníel Sverrisson (Logi Hrafn Róbertsson '82)
11. Jónatan Ingi Jónsson (Jóhann Ægir Arnarsson '94)
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic (Baldur Logi Guðlaugsson '73)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner