Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. júlí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Martial vera miðlungs leikmann - „Svo áhugalaus"
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Neil Custis, blaðamaður The Sun er ekki mikill aðdáandi sóknarmannsins Anthony Martial.

Franski sóknarmaðurinn kom til Man Utd frá Mónakó árið 2015. Hann hefur spilað 258 leiki fyrir félagið, skorað 78 mörk og lagt upp 50 mörk.

Martial hefur á köflum sýnt mikil gæði en það vantar stöðugleikann hjá honum.

„Martial gæti farið á morgun og ég held að það yrðu ekki mörg tár felld hjá stuðningsmönnum Man Utd. Hann er miðlungs leikmaður," sagði Custis Talksport.

„Ég horfi mikið á Man Utd og hann virkar mjög oft svo áhugalaus. Hann tekur ekki hlaupin og kemur sér ekki í stöðu til að skora... hann er bara miðlungs leikmaður."

Martial, sem er 25 ára, skoraði fjögur mörk í 22 deildarleikjum á síðustu leiktíð. Hann var mikið meiddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner