Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. júlí 2021 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steven Lennon: Ekki slæmt að eiga þessa tölfræði
Lennon í fyrri leiknum gegn Sligo Rovers.
Lennon í fyrri leiknum gegn Sligo Rovers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon var hetja FH í einvíginu gegn Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeildinni.

FH vann einvígið samanlagt 3-1 en Lennon skoraði öll mörk FH-inga í einvíginu. Hann gerði þar á meðal bæði mörk liðsins í Írlandi í kvöld, í 1-2 sigri.

Úrslit kvöldsins:
Sambandsdeildin: Lennon sá um Sligo Rovers - FH áfram

Hlaðvarpið ScotsAbroadPod, sem fjallar um skoska leikmenn á erlendum vettvangi, vekur athygli á því á Twitter að Lennon hafi verið fyrsti skoski leikmaðurinn til að skora í Sambandsdeildinni, sem var stofnuð fyrir þessa leiktíð.

Fyrsta markið hjá Skota í Sambandsdeildinni skoraði Lennon í fyrri leiknum gegn Sligo Rovers.

„Ekki slæmt að eiga þessa tölfræði," skrifar Lennon á Twitter í kvöld. Hann fer væntanlega mjög sáttur heim til Íslands eftir góða ferð til Írlands.


Athugasemdir
banner
banner