Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   þri 15. júlí 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Stærsti samningur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Erling Haaland og Omar Marmoush.
Erling Haaland og Omar Marmoush.
Mynd: EPA
Manchester City hefur tryggt sér stærsta samning í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með því að framlengja samstarf sitt við íþróttavöruframleiðandann Puma um að minnsta kosti tíu ár. Samningurinn er metinn á hundrað milljóna á ári fyrir félagið.

Þetta nýja samkomulag fer fram úr fyrri metum, þar á meðal samningi Manchester United við Adidas sem nemur níutíu milljónum á ári, og sextíu milljóna samningi Liverpool við sama framleiðanda.

Samstarf City við Puma hófst árið 2019. Manchester City hefur staðið uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni fjórum sinnum síðan samstarfið hófst, auk þess að vinna þrennuna árið 2021. Þrátt fyrir mikinn árangur á undanförnum árum lauk síðasta tímabili án þess að stór titill kom í hús.
Athugasemdir
banner