Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. ágúst 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Var aldrei í vafa um að koma til Íslands
Leikmaður 16. umferðar - Nacho Gil (Þór)
Nacho og landi hans Alvaro fagna marki í leiknum í gærkvöldi.
Nacho og landi hans Alvaro fagna marki í leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nacho á sprettinum í leiknum í gær.
Nacho á sprettinum í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við spiluðum vel í gær og stjórnuuðum leiknum í 65-70 mínútur. Það er alltaf gott að hjálpa liðinu með því að skora mörk. Ég er mjög ánægður með mörkin og ennþá ánægðari með frammistöðu lðisins," sagði Nacho Gil, miðjumaður Þórs, við Fótbolta.net í dag.

Nacho skoraði tvö mörk og var eins og kóngur í ríki sínu í 5-2 sigri Þórs á ÍR í Inkasso-deildinni í gær.

„Ég ákvað að koma til Íslands því ég vildi prófa að spila annars staðar en á Spáni og bæta enskuna hjá mér í leiðinni. Á Spáni eru mikil gæði og það er ekki auðvelt að verða atvinnumaður í fótbolta. Alvaro sagði mér af möguleikunum að koma hingað og ég var aldrei í vafa."

Nacho nefndi þarna framherjann Alvaro Montejo Calleja sem kom til Þórs frá ÍBV fyrir tímabilið. Alvaro hjálpaði Þór að finna Nacho fyrir tímabilið.

„Ég er hér út af honum," sagði Nacho ánægður. „Alvaro hefur hjálpað mér mikið síðan ég kom. Hann er herbergisfélagi minn og er sá leikmaður sem ég tengi mest við innan vallar. Við spiluðum saman í eitt ár á Spáni og það hjálpaði mér að tengjast honum betur á vellinum. Hann átti stærstan þátt í að fá mig í Þór."

Nacho er hæstánægður í herbúðum Þórs en hann framlengdi samning sinn við félagið í síðasta mánuði.

„Ég er mjög ánægður á Akureyri. Þeir hafa gefið mér tækifæri til að spila á Íslandi og ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri. Við viljum öll komast upp um deild en ef það er ekki mögulegt þá verð ég áfram og reyni að hjálpa þessu frábæra félagi að komast þangað sem það á heima."

Þórsarar eru í hörkubaráttu um sæti í Pepsi-deildinni en þegar sex umferðir eru eftir er liðið í þriðja sæti, tveimur stigum frá 2. sætinu.

„Við erum að gera okkar besta til að komast upp. Allir stuðningsmenn verðskulda eitthvað gott fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur og við eigum möguleika. Við vitum að þetta verður mjög erfitt því við erum að berjast gegn mjög góðum liðum. Leikurinn við HK á laugardaginn verður mikilvægasti leikur tímabilsins og við verðum að vera tilbúnir þar," sagði Nacho að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
15. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
14. umferð - Emil Atlason (Þróttur R.)
13. umferð - Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
12. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
11. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
10. umferð - Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
9. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner