Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. ágúst 2018 07:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Boyata segist ekki neita að spila heldur vera meiddur
Boyata segist vera meiddur.
Boyata segist vera meiddur.
Mynd: Getty Images
Dedryck Boyata, miðvörður Celtic segir að hann hafi misst af leik liðsins gegn AEK Athens í gær vegna meiðsla, ekki vegna þess að hann neiti að spila.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic sagði fyrir leik að hann væri leiður og að hann hafi ákveðið að setja trú sína á leikmenn sem vilja vera hjá félaginu.

Boyata svaraði fyrir sig með því að gera myndband af honum í meðferð við meiðslum. Þar segist hann því miður ekki hafa getað spilað þar sem hann sé ekki 100% heill.

Celtic hafnaði tilboði Fulham í leikmanninn í síðustu viku, rétt áður en félagskiptaglugginn lokaði á Englandi. Haft var eftir umboðsmanni leikmannsins að hann gæti ekki tekið neinar áhættur ef hann væri ekki 100% heill og spilað þar sem Boyata sé á síðasta ári samnings síns.

Boyata spilaði nokkuð stórt hlutverk í landsliði Belgíu sem komst í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í sumar og vakti athygli fjölmargra liða í kjölfarið.

Athugasemdir
banner