Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. ágúst 2018 18:24
Egill Sigfússon
Byrjunarlið Stjörnunnar og FH: Þrír miðverðir byrja hjá FH
Tóti byrjar gegn sínum gömlu félögum í kvöld
Tóti byrjar gegn sínum gömlu félögum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tekur á móti FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Samsung-vellinum í kvöld klukkan 19:15. Þetta er fyrri undanúrslitaleikurinn en á morgun mætast Breiðablik og Víkingur Ólafsvík.

Bein textalýsing hér

Hjá Stjörnunni byrja Þórarinn Ingi og Alex Freyr en óttast var að þeir myndu ekki spila vegna meiðsla. Guðmundur Steinn er á bekknum og Þorsteinn Már Ragnarsson, Hilmar Árni Halldórsson og Guðjón Baldvinsson byrja fremstir.

FH byrja með Brand Olsen á bekknum og stilla upp varnarsinnuðu liði þar sem miðverðirnir Eddi Gomes, Rennico Clarke og Pétur Viðarsson byrja allir inná. Þá er miðjan skipuð þrem varnarsinnaðri miðjumönnum en venjulega þar sem Robbie Crawford, Guðmundur Kristjánsson og Davíð Þór Viðarsson byrja allir. Jónatan Ingi Jónsson er ekki með í dag.

Byrjunarlið Stjörnunnar
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson (f)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson

Byrjunarlið FH
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
9. Viðar Ari Jónsson
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
15. Rennico Clarke
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eddi Gomes
23. Jákup Thomsen
Athugasemdir
banner
banner