Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. ágúst 2018 08:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Castillejo nálgast Milan - Bacca fer í hina áttina
Castillejo er á leið í ítalska boltann.
Castillejo er á leið í ítalska boltann.
Mynd: Getty Images
AC Milan er við það að krækja í Samu Castillejo frá Villareal en Carlos Bacca mun fara í hina áttina.

Castillejo sem er 23. ára gamall mun ganga til liðs við félagið á 3 milljón evra lánssamningi og félagið skuldbindur sig jafnframt til þess að kaupa leikmanninn á 15 milljónir evra síðar.

Bacca mun fara í hina áttina og snúa aftur til Villarreal eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðasta tímabili. Þá er Milan einnig sagt vera í viðræðum við Genoa um að fá Diego Laxalt, landsliðsmann Úrúgvæ til liðs við félagið.

Þessi fjölhæfi vinstri bakvörður er sagður vera fáanlegur á 15 milljónir evra. Milan heldur því áfram að styrkja sig en þeir fengu Bakayoko til liðs við sig í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner