Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. ágúst 2018 15:40
Magnús Már Einarsson
De Bruyne lengi frá? - Kemur líklega ekki til Íslands
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, meiddist á æfingu liðsins í dag og óttast er að meiðslin séu alvarleg.

Belginn meiddist á hné og er nú á leið í frekari rannsóknir vegna meiðslanna.

De Bruyne er á hækjum og óttast er að hann verði frá í allt að tvo til þrjá mánuði. Staðfesting á því fæst síðar í vikunni.

Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli þann 11. september og ólíklegt er að De Bruyne verði með bronsliðinu frá HM í þeim leik.

Hann gæti hins vegar mögulega náð síðari leiknum gegn Íslandi í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner