Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. ágúst 2018 12:39
Magnús Már Einarsson
Emil að fá liðsfélaga frá Arsenal
Joel Campbell með boltann.
Joel Campbell með boltann.
Mynd: Getty Images
Joel Campbell, framherji Arsenal, er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Frosinone. Í kjölfarið mun hann skrifa undir þriggja ára samning hjá félaginu.

Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson samdi á dögunum við Frosinone og nú er útlit fyrir að Campbell verði nýr liðsfélagi hans.

Campbell er frá Kota Ríka en hann samdi við Arsenal árið 2011.

Campbell hefur ekki náð að festa sig í sessi í aðalliði Arsenal en hann hefur á ferli sínum farið til FC Lorient, Olympiakos, Villarreal, Sporting Lisbon og Real Betis á láni.

Samtals hefur Campbell skorað þrjú mörk í 23 leikjum í ensku úrvalsdeildinni með Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner