Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 15. ágúst 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Hákon og Daði framlengja við Fylki
Hákon Ingi í leik í sumar.
Hákon Ingi í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sóknarmaðurinn Hákon Ingi Jónsson og vinstri bakvörðurinn Daði Ólafsson hafa framlengt samninga sína hjá Fylki.

Nýr samningur Hákons er út tímabilið 2021 en nýr samningur Daða er út tímabilið 2020.

Hákon Ingi, sem er fæddur 1995, er uppalinn í Fylki og hefur spilað 90 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 24 mörk. Hákon spilaði með HK tímabilið 2016. Hann á að baki fjóra leiki með U-17 ára landsliði Íslands..

Daði fæddur 1994 og uppalinn í Fylki. Hann hefur spilað 58 leiki í deild og bikar og skorað í þeim fjögur mörk. Daði var í láni hjá ÍR hluta úr tímablilinu 2016.

„Knattspyrnudeild Fylkis óskar leikmönnum og Fylkisfólki til hamingju með samningana," segir í fréttatilkynnignu frá Fylki.
Athugasemdir
banner