mið 15. ágúst 2018 14:00
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar í Pepsi-kvenna - Leikmenn frá átta liðum
Adrienne Jordan er í liði umferðarinnar.
Adrienne Jordan er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mónika Hlíf er einnig í liði umferðarinnar.
Mónika Hlíf er einnig í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ósk.
Helena Ósk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
13. umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst 1. ágúst en lauk síðan föstudaginn 10. ágúst.

Umferðin hófst með heldur óvæntum úrslitum þegar KR gerði sér lítið fyrir og vann Þór/KA 2-1 á heimavelli og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Þór/KA í deildinni í sumar. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir og Katrín Ómarsdóttir voru virkilega öflugar í liði KR í leiknum.


ÍBV og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Eyjum þar sem Cloé Lacasse skoraði jöfnunarmark ÍBV en Adrienne Jordan var einnig góð í bakverðinum hjá ÍBV.

Margrét Eva Sigurðardóttir stóð vaktina vel í miðverðinum hjá HK/Víkingi þrátt fyrir 2-1 tap gegn Val þar sem Thelma Björk Einarsdóttir átti enn einn stjörnuleikinn á miðjunni. Málfríður Anna Eiríksdóttir átti flottan leik í vörn Vals einnig.

Caitlyn Clem hélt markinu hreinu í Kaplakrika þegar Selfoss vann mikilvægan 1-0 sigur á FH. Helena Ósk Hálfdánardóttir var best FH-inga í leiknum.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Stjörnuna í 2-1 sigri á Grindavík. Í liði Grindavíkur var María Sól Jakobsdóttir best.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner