Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. ágúst 2018 10:08
Magnús Már Einarsson
Mignolet í viðræðum við Napoli
Á leið til Ítalíu?
Á leið til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Simon Mignolet, markvörður Liverpool, gæti gengið í raðir Napoli áður en félagaskiptaglugginn á Ítalíu lokar á föstudaginn.

Liverpool hefur sett tólf milljóna punda verðmiða á Mignolet en nokkuð ljóst er að hann á litla framtíð á Anfield eftir kaupin á Alisson Becker í sumar.

Nico Vaesen, umboðsmaður Mignolet, hefur staðfest viðræður við Napoli en ekkert samkomulag er þó í höfn ennþá.

„Það er í höndum félagsins að finna lausn. Liverpool vill halda honum en hann vill og þarf að spila. Hann verðskuldar að spila í frábæru félagi," sagði Nico.

„Napoli er besti möguleikinn fyrir Simon þegar kemur að gæðum en við þurfum líka að horfa á fjárhagslegu hliðina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner